
Um Verklagnir
Verklagnir voru stofnaðar á árinu 1993 af Gunnlaugi Jóhannessyni pípulagningameistara. Fyrirtækið var upphaflega rekið sem sameignarfélag en á árinu 1999 var rekstrarforminu breytt í einkahlutafélag. Verklagnir störfuðu fyrstu árin sem þjónustufyrirtæki á sviði pípulagna og sinntu einkum viðhaldi og eftirliti með hita- og kælibúnaði auk nýlagna. Á árinu 2007 söðlaði fyrirtækið um og hóf innflutning og sölu á varmadælum og tengdum búnaði frá helstu framleiðendum varmadæla í Evrópu og Japan. Síðan þá hefur fyrirtækið stækkað, umboðum fjölgað og vöruúrval aukist til muna.
0 +
Viðskiptavinir
0 +
Loft í loft
0 +
Loft í vatn
0 +
Vatn í vatn
Náðu hámarks orkusparnaði
Hafa sambandVið finnum hagkvæmustu lausnina fyrir þig!
Heyrðu í okkur og bókaðu ókeypis ráðgjöf með sérfræðingum í varmadælum












